Hið magnaða íslenska tölvuleikjafyrirtæki CCP hefur tekið höndum saman með Nicola Formichetti ( listrænum stjórnanda Thierry Mugler).
Nicola hannaði stafræna fatalínu á Rick Genest (Zombie Boy), með hjálp CCP en línan var frumsýnd á tískuvikunni í New York.
Útkoman er eitthvað sem má kalla “Digital Couture”, tíska í tækniheimi. Formichetti og CCP liðið eru sannfærð um að þetta sé framtíðin og taka sem dæmi að fyrir 5 árum var hefði enginn trúað að Facebook myndi ná þeim vinsældum sem raun ber vitni.
Að hanna og sjá fatnaðinn á þennan máta er öðruvísi en mér finnst þeim takast mjög vel til. Hér má sjá heimildamynd um þetta samstarf, flott mynd stíliseruð af Elleni Loftsdóttur og Þorbirni Ingasyni við tónlist Gusgus.
Húrra fyrir CCP og Mugler!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=f_fvyDa6OEw[/youtube]Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.