Það vita allir að Carrie Bradshaw er karakter úr bók sem Candace Bushnell skrifaði og varð svo að hinum geysivinsælu þáttaröðum Sex and the city.
Sarah Jessica Parker fer þar svo eftirminnilega með eitt af aðalhlutverkunum þar sem hún er rithöfundur og skrifar dálka sem þættirnir heita eftir. Carrie hefur verið lýst þannig að hún er mikil tískufrík og hefur viðurkennt að kaupa Vouge í staðin fyrir að versla í matinn.
Ást hennar á Manolo Blahniks, Christian Louboutins og Jimmy Choo er sönn ást. Enda er Carrie mikill skófíkill eins og svo margar aðrar konur.
Það hefur komið fyrir að Carrie fer yfir heimild á kreditkortinu sínu því hún eyðir umfram tekjur og er það ást hennar á skóm sem kemur henni í þessar klípur.
“I might literally be the woman who lived in her shoe,” sagði Carrie svo eftirminnilega í þætti eftir að hún gat ekki fengið lán til að kaupa íbúðina sem hún var að leigja.
Það má með sanni segja að þessir þættir breyttu ásýnd tískunnar til muna. Patricia Field var stílisti þáttanna og hefur hún afar sérstæðan smekk og er skemmtilega frumleg þegar kemur að klæðaburði hjá henni sjálfri. Sumt af þessu auðvitað má sjá í þáttunum.
Í dag, eftir að konur út um allan heim hafa horft ótal sinnum á þættina, má alveg sjá að það hefur eitt og annað breyst varðandi tískuna. Það er eins og konur hafi vaknað og fattað að það er í lagi að hafa sinn eigin stíl. Vera öðruvísi. Við þurfum ekki allar að fara eftir tískunni til að vera smart.
Hér eru flottar myndir af Carrie og hennar stíl úr þáttunum. Vonandi hefur þú gaman af að skoða þær og fá hugmyndir sem væru góð viðbót í fataskápinn.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.