Calvin Klein var sjóðandi heitt merki á níunda áratug síðustu aldar. Calvin Klein var með vinsælustu ilmina, að hluta til vegna aðdráttarafls Kate Moss. Já – Calvin þótti með því svalasta.
Á síðustu árum dró talsvert úr vinsældum framleiðandans en það er svo upp á síðakastið sem merkið hefur átt hálfgert ‘kombakk’ og litlir fuglar í tískuheiminum hvísla því að hróður CK muni aukast mikið á komandi misserum.
Meðal annars er það að þakka hönnuðinum Francisco Costa sem áður hefur m.a starfað með Balmain, Oscar De Renta og Tom Ford fyrir Gucci. Costa er t.d. talin ábyrgur fyrir kálfasíddinni sem verður áberandi næsta haust hjá mörgum tískuhúsum en hann hóf störf með CK árið 2004.
Kíktu hér á það sem koma skal frá Calvin næsta haust. Hreinar og beinar línur… einföld snið og fallegir leðurkjólar.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.