Það má alltaf treysta því að Christopher Bailey hönnuður hjá Burberry nær að gera hina klassísku bresku Burberry kápu ómótstæðilega.
Hvort sem hann notar leður, efni eða litar kápuna í kanarígulum, grasgrænum eða himinbláum lit, þá nær hann alltaf að glæða Burberry nýjum ljóma og leitar nýrra leiða til að heilla viðskiptavini Burberry’s.
Í Burberry Prorsum Resort línunni leitar Chrisopher Bailey til Afríku og það má sjá augljós merki af hefð Afríku í mynstrum, höfuðbúnaði, litagleðinni, skartgripum og á Burberry töskunum án þess þó að Burberry stíllinn hverfi…
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.