Leiksýningin Svartar fjaðrir hefur vakið verskuldaða athygli undanfarið. Mig langar að segja ykkur örstutt frá og sýna ykkur búningana sem koma við sögu í sýningunni.
Það voru þær Sigga Soffía og Hildur Yeoman sem sköpuðu karakterana upp úr ljóðum Davíðs Stefánssonar. Fuglar, fjaðrir og blóð eru algengt þema í ljóðum Davíðs og voru þeir þættir innblástur fyrir hönnuðinn auk hrafnsins en ljósmynd af Davíð haldandi á hrafni er ein þekktasta ljósmynd af skáldinu.
Stórskemmtilegt samstarf! Meira um það hér á facebook síðu Siggu Soffíu þar sem sjá má hver innblásturinn var fyrir hvern og einn karakter.
Síðustu sýningarnar eru nú um helgina, laugardag og sunnudag svo það er síðasti séns til að sjá þessa glæsilegu búninga og sýningu, sem mér skilst að sé stórglæsileg!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com