Sumarið er góður tími til að gifta sig á Íslandi. Sólin hátt á lofti, loftslagið er hlýrra og gróðurinn í blóma.
Tilvonandi brúðir fara gjarnan á stúfana nokkrum mánuðum fyrir brúðkaup og skoða brúðarkjóla á netinu, flakka á milli brúðarkjólaleiga og máta kjóla, flest allar með ákveðnar hugmyndir hvernig þær vilja líta út á stóra deginum.
Hér má sjá myndaseríu með fallegum kjólum sem birt var á The Berry…
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.