Það hefur lengi verið hefð fyrir því að konur klæðist hvítu á brúðkaupsdaginn þó að í raun sé allt leyfilegt. Hvíti liturinn á að tákna hreinleika og sakleysi en í dag gifta sig nú flestar í hvítu, saklausar eður ei…
Þó að hvíti liturinn sé algengastur hafa nú nokkrar frægar konur kosið að klæðast öðrum lit á stóra deginum.
Sara Jessica Parker ákvað til dæmis að gifta sig í svörtum kjól en viðurkenndi svo seinna að hún hafi séð eftir þeirri ákvörðun, svarti liturinn er jú oft tákn um sorg.
Ég fann þetta gamla ljóð sem fjallar um það hvaða áhrif liturinn á brúðarkjólnum getur haft á framtíðina, spurning hvort að fólk hafi tekið mikið mark á þessu:
Married in white, you will have chosen all right. Married in grey , you will go far away. Married in black, you will wish yourself back. Married in red, you’ll wish yourself dead. Married in blue, you will always be true.
Married in pearl, you’ll live in a whirl. Married in green, ashamed to be seen, Married in yellow, ashamed of the fellow. Married in brown, you’ll live out of town. Married in pink, your spirits will sink.
Hér eru svo myndir af nokkrum þekktum konum sem völdu að gifta sig í öðrum lit en hvítum, sumar gengu þó lengra en aðrar.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.