Búningar á tónleikaferðalögum hjá poppstjörnum verða oft minnisstæðir. Tónleikarnir eru yfirleitt stórar sýningar og heljarinnar skemmtiatriði og því er engu til sparað þegar kemur að heildarútliti þess.
Hver man t.d ekki eftir korselettinu með oddhvössum brjóstunum eftir Jean Paul Gaultier sem Madonna klæddist á tónleikaferðalaginu sínu Blond Ambition árið 1990?
Undanfarin misseri hafa stærstu stjörnurnar í tónlistarheiminum lagt land undir fót og haldið tónleika um allan heim en margir af vinsælustu hönnuðunum hafa hannað á þær fyrir tónleikaferðirnar og eru þeir hver öðrum flottari.
RIHANNA
Givenchy hannaði útlitið á Rihönnu fyrir tónleikaferðina hennar Diamonds World Tour. Stórar og þungar slár með miklum skreytingum voru m.a. það sem stjarna klæddist.
RITA ORA
Rita Ora er nýlega komin fram á sjónasviðið en hún er með flottan stíl sem hún hefur þróað með sér. Emilio Pucci rissaði upp mögnuð lúkk fyrir tónleikaferðir hennar en þar á meðal voru nýþröngir, glansandi samfestingar.
FLORENCE WELCHE
Söngkona ómfagra Florence Welche sem syngur í hljómsveitinni Florence & the Machine fékk Gucci til liðs við sig til að hanna búninga fyrir tónleika og ýmsar sviðsframkomur. Dimmt, dökkt og gotneskt var þemað sem hönnuðurinn og söngkonan unnu saman út frá.
MADONNA
Madonna hefur ekki lifað af í skemmtanabransanum öll þessi ár bara útaf heppni. Tónleikaferðir hennar eru löngu orðnar frægar og búningarnir eru stór hluti af þeim. Þegar hún héllt heljarinnar sýningu í hálfleik Superbowl hér um árið klæddist hún búningum frá Givenchy og er það eitt flottasta ,,show” í manna minnum.
LADY GA GA
Það er ekki hægt að ræða magnaða búninga og hönnun án þess að gefa gaum að Lady GaGa. Hennar hversdags útlit er oft ævintýrum líkast svo búningarnir á tónleikaferðalögunum hennar eru sjaldnast lítilfjörlegir. Armani setti sig í stellingar og hannaði búningana fyrir Born this Way tónleikaferðalagið hennar og voru þeir draumi líkast. Hönnuðurinn er svo hrifin af söngkonunni að hann talar um hana sem fjölskyldumeðlim sinn.
Glæsilegir búningar í takt við frábæra tónlist. Sannkölluð veisla fyrir öll skilningavitin.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.