Nú er sumarið loksins komið! Og ef marka má hönnuði á borð við Christopher Kane, Donnu Karan, Miuccia Prada og Marc Jacobs þá eigum við að klæða okkur í blómamynstur árið 2012…
…Stór, lítil, litrík og skemmtileg blóm voru áberandi á pöllunum hjá mörgum hönnuðum þegar þeir frumsýndu sumarlínur sína. Blómin sáust til dæmis hjá Antonio Marras sem sannaði að blóm þurfa ekki endilega að vera væmin en Marras notaði meðal annars svartan og dökkfjólubláan lit í sitt blómamynstur.
Smelltu á myndirnar fyrir neðan til að sjá blómin í allri sinni dýrð…
_________________________________________________________________________________________
Myndir fengnar að láni frá Style.com.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.