Það er sérlega vel heppnað, mánaðarritið The Book frá tískuvöruversluninni Neiman Marcus en hér má sjá það helsta og heitasta í trendum sumarsins 2014 vestanhafs.
Vor og sumarkjólar, skartgripir og skór, allt fær þetta flottan snúning á myndum þeirra Walter Chin og Jeff Stephens en það eru flíkur frá m.a. David Meister, Carmen Marc Valvo, Rachel Roy og fleiri sem sjá má á myndunum. Fyrirsæturnar eru m.a Jac Jagaciak og Gina Lapita.
Taktu eftir blómamynstrum og síðum pilsum en hvorutveggja verður mjög áberandi í sumartískunni í ár.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.