Flottur, vel sniðinn blazer er að mínu mati algjört must have í fataskápinn.
Þetta er flík sem hægt er að nota allan ársins hring og er viðeigandi fyrir flesta viðburði. Það er hægt að setja blazer saman við gallabuxur, pils, bæta við skarti, klút eða trefli svo eitthvað sé nefnt.
Ef þú hefur séð einn flottan en finnst hann t.d. ekki alveg nógu aðsniðinn þá er ekkert mál að fara með hann á saumastofu og láta sníða hann eftir þínum vexti.
Ég hef t.d. farið í Textilline á Laugavegi til að láta laga snið á kjólum og gömlum blazer. Þær eru algjörir snillingar og gera þetta óaðfinnanlega.
Þá er bara að skella sér á einn góðan til að eiga inn í skáp. Hér eru nokkrar hugmyndir.
***
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.