Björk Guðmundsdóttir er sennilega frægasti íslendingurinn sem við höfum átt. Einstök rödd, framandi útlit og undarlegur fatastíll hefur gert hana að þeirri skæru stjörnu sem hún er.
Ég hef hlustað á Björk frá barnsaldri. Mamma var einmitt að rifja upp fyrir mér um daginn að ég hafi verið þriggja ára þegar DEBUT, fyrsta sólóplata Bjarkar kom út. Ég vildi ekki hlusta á neitt annað og söng og dansaði með öllum lögunum. Venus as a boy var í mestu uppáhaldi hjá mér.
Björk hefur alltaf verið hún sjálf bæði í klæðarburði og tónlist. Hún hefur einnig gert það gott í kvikmyndaheiminum og þar má helst nefna myndina Dancer in the dark. Björk vann til nokkurra verðlauna fyrir leik sinn í myndinni og var tilnefnd til óskarsverðalauna 2001 fyrir tónlist úr myndinni. Hún var einmitt í svanakjólnum fræga á þessum óskarsverðlaunum. Svanakjóllinn er sennilega einn frægasti kjóll sem hefur sést á rauða dreglinum.
Björk er svo sannarlega með sérstaka rödd, hún er engri lík og hefur oft verið á lista yfir flottustu raddir heims. Mér finnst Björk vera ein af fáum söngkonum sem eru betri á tónleikum en í stúdíói.
Hér eru nokkrar myndir af henni…
Björk verður 46 ára á árinu en lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en þrítug! Stórglæsileg kona sem mun halda áfram að sigra heiminn næstu áratugi!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=aekdMIi-DM4 [/youtube]
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=EjAoBKagWQA[/youtube]
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.