Á dögunum tóku þær Thelma Björk og Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari sig saman og gerðu flottan myndaþátt af hönnun Birnu með höfuðskarti frá Thelmu á Kex HOSTEL.
BIRNA er kvenlegur töffari sem heitir fullu nafni Birna Karen Einarsdóttir. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík en lærði fatahönnun í Danmörku og hefur búið þar allar götur síðan en þú getur lesið meira um Birnu hér í viðtali hjá Pjattrófunum.
Verslun Birnu á Skólavörðustíg er nú orðin sex ára en Birna rekur einnig verslanir í Danmörku auk þess sem vörur hennar eru seldar í Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Birna hefur verið í stöðugri þróun síðustu misseri og má merkja nýjan tón í komandi vetrarlínu hennar þar sem gylltar buxur og rokkáhrif fá að njóta sín með sígildum línum sjötta áratugarins.
Á meðfylgjandi myndum má sjá fatnað frá Birnu ásamt höfuðskarti frá Thelmu design sem einnig er selt í verslun Birnu á Skólavörðustíg.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.