Nú er sumarið handan við hornið og það styttist í það að við getum eytt frídögunum okkar annað hvort í sundi eða Bláa Lóninu, nú eða bara heima úti á palli.
Ég hef alltaf haft það að nokkurns konar hefð að kaupa mér bikiní í upphafi hvers sumars og í ár átti ég erfitt með að velja enda finnst mér bikínítískan þetta árið mjög skemmtileg.
Í fyrsta lagi er mikið um hvít bikiní þetta sumarið, þá sérstaklega hekluð. Mér finnst þau afar falleg og það skemmir ekki að maður sýnist brúnni þegar maður klæðist hvítum lit. Þá næst er mikið um munstur og mix and match einnig, sem er rosalega skemmtilegt. Þá getur þú keypt stakar buxur og stakan topp og parað ólíkum litum eða munstrum saman til að gefa bikiníunum góða tilbreytingu.
Svo er gott að hafa í huga að kaupa sér bikiní í lit, þó svo að svört bikiní geta verið mjög flott þá eru litirnir svo miklu skemmtilegri.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.