Senn líður að sumri og smátt og smátt verður meira að gera í sundlaugum landsins.
Við erum margar komnar fram í maí í huganum og þá verður æðislegt að skella sér í laugina eftir skóla eða vinnu, láta stress og þreytu líða úr sér og koma svo fersk og fín heim….
Nú svo ekki sé minnst á helgarnar en þá verður legið tímunum saman, auðvitað með varnir í lagi og vatnsbrúsa í hönd.
Smelltu hér til að skoða myndir af flottum baðfötum… sjálfar höfum við kíkt á gott úrval í Debenhams og eins má finna margt flott í Lindex en áhrifa frá 50’s árunum gætir gjarna í baðfatatísku sumarsins.
Hér kemur gott gallerí með sætum baðfötum sem við fundum hér og þar á netinu.
_______________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.