Blogg og vefir sem stíla inn á að gera litapallettur út frá einhverjum ákveðnum innblæstri er áberandi trend á netinu um þessar mundir.
Þú getur skoðað ótal litapallettu síður fyrir fataskápinn, heimilið eða bara lífið sjálft en í þessum pallettubransa er ein síða alveg búin að slá í gegn. Kannski ekki að undra þar sem þetta er virkilega vel gert en hér eru teknar myndir af gyðjunni Beyoncé og út frá þeim gerðar litapallettur sem hægt er að nota í hvað sem er.
Tékkaðu á þessu…
Fleiri myndir er að finna hérna…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.