Nánast hverja helgi fer ég í Kolaportið í leit að fjarsjóðum. Ég er misjafnlega heppin en fyrir ekki svo löngu datt ég algjörlega í lukkupottinn.
Ég sá American Apparel kjól í körfu sem var merkt 500 kr. ákvað að kaupa hann bara, 500 kr. væri ekki mikill peningur ef hann væri ekki flottur á mér.
Þessi kjóll hefur reynst mér einstaklega vel. Hann er gjörsamlega fullkominn í sniðinu. brjóstin virðast stærri og maginn minni! Allt sem maður biður um í flík! Hann er úr sundbolaefni svo hann liggur mjög fallega á líkamanum.
Þetta voru klárlega bestu kaup sem ég hef gert! Kjóllinn kostar um 10.000 kr. í American Apparel sem ég læt nú reyndar vera fyrir svo fullkomna flík!
Þetta er besti kjóll í heimi! Langar í hann í rauðu, grænu, bleiku og fjólubáu.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.