Sjóklæðagerðin, eða 66 Norður, hefur sjaldan eða aldrei notið jafn mikilla vinsælda meðal almennings og undanfarin ár.
66 Norður framleiðir hlífðar – og útivistarfatnað fyrir alla fjölskylduna en fyrr á þessu ári fengu krakkarnir sína eigin sérverslun í Bankastrætinu, gengt Sólon Íslandus.
Verslunarstýran Ásdís segir þetta hafa verið kærkomið fyrir viðskiptavini sem margir hafa keypt úlpur á ungviðið árum saman af 66 Norður.
Verslunin er bæði björt og rúmgóð og fötin fá vel notið sín. Úrvalið blasir við og þjónustan er hreint afbragð. Pjattrófurnar kíktu við með myndavélina og smelltu nokkrum myndum af þessum flottu íslensku útifötum sem hafa sannarlega slegið í gegn um heim allann enda halda þau hita á því sem okkur er dýrmætast.
Og nú er sannarlega rétti tíminn til að fjárfesta í flík á barnið – góðri, íslenskri, endingargóðri flík…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.