Hinn 81 árs gamli Karl Lagerfeld er aldeilis ekki hættur að fara ótroðnar slóðir. Nú hefur hann ákveðið að hanna barnafatalínu, þá fyrstu á sínum hönnunarferli.
Fréttir af nýrri línu Karls þykja nokkuð merkilegar því Karl hefur ekki verið talinn mikill barnakarl í gegnum tíðina. Hann er þó ákaflega stoltur guðfaðir, en guðsonur hans Hudson Kroenig hefur nokkrum sinnum gegnið tískupallinn fyrir Chanel og vakið mikla lukku.
Þessir feðgar væru svo efni í aðra grein! O jæja…
Þá virðist North West vera góðvinkona Karls en hún var einmitt mynduð í sérhannaðri Chanel peysu eftir Karl – ekki amalegt það, 13 mánaða gömul!
En aftur að barnalínunni! Línan mun innihalda fatnað og fylgihluti fyrir nýbura og allt upp í 16 ára. Karl hefur náð samkomulagi við frönsku verskmiðjuna CWF sem einnig framleiðir barnafatalínur fyrir Burberry, Marc Jacobs, Chloé og DKNY.
Hér er fyrstu opinbera teikning Karls fyrir línuna. Hann hefur vissulega áður hannað barnaflíkur, aðallega sérhannaðar á guðson sinn eins og þessar hér að neðan. Þetta verður þó fyrsta heila línan.
Jæja nú er það bara að spara fyrir Chanel jóladressi á börnin jólin 2016, ekki satt?
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com