Tísksýning Victoria’s Secret er líklega einn stærsti tískuviðburður hvers árs en þessi árlegi viðburður fór fram með pompi og prakt á miðvikudaginn síðasta í New York.
Að venju var mikið lagt í sölurnar hjá Victoria’s Secret. Fáklæddar fyrirsætur í allra handa múnderingum, heimsfrægir tónlistarmenn og glimmerhlaðinn tískupallur, hvað er hægt að biðja um meira? Þetta árið voru það meðal annars Taylor Swift og Fall Out Boy sem léku undir taktföstum skrefum fyrirsætanna á tískupallinum.
Á fremsta bekk sátu Valentino, Olivia Palermo og fleiri stór nöfn tískuheimsins og fylgdust með fyrirsætum á borð við Alessandra Ambrosio, Adriana Lima og Cara Delevingne sýna undirfatalínur næsta árs.
Hér að neðan er örlítil klippa frá sýningunni. Þann 10. desember sýnir svo CBS stöðin sýninguna í heild sinni vestanhafs. Ég bíð spennt!
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=GftieRRoaiU[/youtube]
Tommy Ton, minn uppáhalds tískuljósmyndari, hélt sig baksviðs og myndaði stemminguna þar. Sjáðu baksviðsmyndirnar hans hér…
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com