Kannast þú við það “vandamál” að eiga svo þægilega hælaskó að þú ert búin að ganga það mikið í þeim að þú ert orðin leið á þeim? Lausn þín gæti þá verið Babette, sniðugar og fallegar skóhlífar sem poppa skóna þína upp!
Babette er hugarsmíð Elísabetar Björgvinsdóttur. Elísabet fór að búa sér til skóhlífar úr fallegum efnum, hnöppum og blúndum fyrir nokkrum árum. Hlífarnar vöktu athygli hvert sem hún fór og það varð úr eftir margar fyrirspurnir að hún fór að selja þær.
Elísabet notar ýmislegt sem fellur til við gerð hlífanna, er jafnan innblásin af vintage stíl og fatnaði. Það eru engar tvær hlífar eins, þær eru handgerðar og einstakar. Elísabet er klárlega með hönnunargen og gott auga, hún hefur verið í Hússtjórnarskólanum og haft móður sína sem fyrirmynd en hún saumaði allan fatnað á dætur sínar og dúkkur þeirra.
Babette skóhlífarnar klæða Chie Mihara skónum einstaklega vel og var Elísabet nýlega í læri hjá þeim, það má lesa smá um það hér. (Fyrir þá sem ekki þekkja Chie Mihara þá eru það sérstaklega þægilegir og flottir hælaskór)
Babette skóhlífarnar fást í GK á Laugavegi og samkvæmt fyrirspurn á Facebook.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.