Ég hef fylgst með Audrey Kitching á instagram í nokkurn tíma en hún er litríkur persónuleiki með skemmtilegan og óvenjulegan stíl.
Audrey er bloggari, fatahönnuður og módel svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur mikið unnið með PETA enda mikill dýravinur og borðar ekkert nema vegan mat sem er einungis úr jurtaríkinu. Matarpóstarnir hennar á instagram láta mig næstum því langa að verða healthy týpan, þeir eru svo girnilegir!
Hún hefur m.a birst í Italian Vogue, módelast fyrir Vera Wang, hannað fyrir “fashion against aids” línu H&M og verið á forsíðum ótal tímarita. Ég myndi mögulega drepa fyrir fataskápinn hennar, og HÁRIÐ!
Rosalega flott týpa…
HÉR má finna bloggið hennar.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.