Stjörnustílistinn, New York-búinn og fagurkerinn Linda Rodin (67) er mín helsta fyrirmynd og átrúnaðargoð.
Linda lifir einstaklega heilbrigðu lífi, reynir að borða eins mikið lífrænt og hún getur, hugsar vel um hár og húð og skapar.
Sköpunin sést best á klæðaburði hennar og hvernig hún hefur nostrað við heimili sitt á Manhattan, sem er langt frá því að vera hefðbundið.
Það sem ég kann einna helst að meta við Lindu er einmitt hvað hún er óhefðbundin – “I don’t ever want to look like everybody else.” -Linda Rodin.
Ég tók saman stuttan myndaþátt með þessari flottu og kláru konu.
Hér má sjá viðtal við Lindu tekið af The Huffington Post.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=IrvnDei2VS4[/youtube]Meira um Lindu Rodin – VIÐTAL: Linda Rodin (67) – Galdurinn við að eldast vel! og INNLIT: Ævintýralegt heimili Lindu Rodin – Myndir!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.