Ebay er stórsniðugt fyrirbæri og maður getur verið mjög heppin og fundið gersemar þar. En það þarf að hafa þolinmæði og vera orðin svolítið reynd til að finna réttu hlutina.
Asos marketplace er svipað og ebay nema hlutirnir eru mun aðgengilegri. Þar selja bæði litlar búðir og einstaklingar föt og skó. Mikið af geðveikum fötum á mjög góðu verði, bæði vintage og ný. Munurinn á asos marketplace og ebay er að á asos eru engin uppboð, bara föst verð. Verðin eru nánast alltaf mjög viðráðanleg svo að maður sleppur við stressið í uppboðsstríðum!
Hver sem er getur selt fötin sín þarna – ísí písí! Hérna eru nokkrar flíkur sem ég féll fyrir:
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.