Sumar 2011 eintakið (númer 71) af V Magazine er tileinkað asískri menningu en það heitir einmitt The Asian Issue. Í blaðinu er fjallað um tískustrauma og fleira áhugavert frá Asíu, ásamt viðtölum og greinum um hönnuði og leikara sem fæddir eru í Asíu eða undir áhrifum frá þessari fjölmennustu heimsálfu jarðar…
Þetta eintak V Magazine finnst mér einstaklega skemmtilegt og líka FLOTT en það er stútfullt af fallegum myndaþáttum. Einn þeirra er frekar dökkur, dramatískur en hrikalega fallegur og heitir Butoh In Black. Myndirnar eru teknar af Glen Luchford en fyrirsæturnar eru þær Aline Weber og hin nýja Sue He.
Endilega tékkið á þessu flotta eintaki en það er Lady Gaga sem prýðir forsíðu þess.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.