Síðasta mánudag kynnti franska tískuhúsið Louis Vuitton nýjan yfirhönnuð fyrir kvenfatnað.
Sá sem var fyrir valinu heitir Nicolas Ghesquière og er fyrrum hönnuður hjá Balenciaga.
Þetta kemur þó ekki mörgum á óvart því undanfarið hefur hávær orðrómur verið um að hinn 42 ára gamli Ghesquiére myndi taka við starfinu.
Síðastliðin ár hefur Marc Jacobs séð um að hanna kvenfatnað fyrir Louis Vuitton en hann hefur notið gríðarlegra vinsælda hér á landi og þá sérstaklega fyrir töskurnar sínar sem eflaust eru á óskalistanum hjá mörgum konum.
Ghesquiére hefur það krefjandi verkefni fyrir höndum að viðhalda þeirri velgengni sem Louis Vuitton hefur náð undir stjórn Marc Jacobs síðastliðin 16 ár.
Nicolas mun stýra tískusýningum fyrirtækisins, hafa yfirumsjón með “ready-to-wear” línum þeirra ásamt skó- og fylgihlutalínum.
Sjáið hluta af síðustu línu Nicolas Ghesquiére fyrir Balenciaga hér að neðan.
Miðað við þessa línu þá trúi ég að ráðning Ghesquiére boði góða tíma fyrir Louis Vuitton!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com