Gamlárskvöld er kjörið tækifæri til að fara í sitt fínasta púss og fara alla leið í förðun og hárgreiðslu, því ekkert er “of mikið” í þeim efnum um áramót!
Sjálf ætla ég þó að vera nokkuð klassísk þessi áramótin, þó með þykkan eyeliner og dökkan varalit. Í kittinu þessi áramót er:
Húðin:
Fyrst og fremst til að gera húðina fullkomna ákvað ég að fá mér “Complexion perfection kit” frá Smashbox. Í “kittinu” er primer, bauga/bólufelari, meik og púður sem allt vinnur saman til að gera húðina slétta og lýtalausa. Ég fékk mér ljósasta litinn “fair”, meikið er aðeins gylltara en ég hef vanist en það kemur þó mjög vel út og gefur húðinni fagran ljóma og ekki vil ég vera föl eins og draugur á móts við dökk augu og varir..
Augun:
Ég byrja á að bera ljósan highlighter yfir allt augnlokið og í augnkrókana (MAC Vanilla pigment í duftformi) því næst nota ég Kohl cake eyeliner frá Bobbi Brown, bleyti aðeins upp í burstanum og strýk varlega línu yfir augnhárin sem endar í smábeygju upp á við við enda augnloksins. Það tók mig þónokkurn tíma að æfa þessa iðju þangað til línan var fullkomin en burstinn “Smokey Eye Liner Brush” frá Bobbi Brown er einstaklega auðveldur í notkun og þarfnast því lítillar æfingar (en er jafnframt í þykkarri kantinum). Þegar ég er búin að setja eyeliner á bæði augu nota ég restina í burstanum til að skerpa augabrúnirnar og greiði þeim með þartilgerðri greiðu.
Til skyggingar ætla ég að nota metallic lit frá Lancome sem heitir “Glittering eye powder no 20”. Svo lýkur maður verkinu með þykkjandi maskara, í mínu tilfelli False lash effect frá Max Factor.
Fyrir þær sem vilja fara alla leið þá má sjá myndir hér að neðan sem sýna flottar skyggingar og glimmer fyrir áramótaförðun.
Kinnar:
Skyggja og skerpa hæfilega með brúntóna kinnalit, í mínu tilfelli frá The Body Shop “Brush on Bronze” og set ljóma á kinnbeinin sjálf Watt´s up highlighter frá Benefit.
Varir:
Ég er alltaf alveg sjúk í eldrauða varaliti en ætla í þetta skipti að fara í vínrauðari lit frá Mac sem heitir Blood red lipstick, hann er sérlega rakagefandi líka en ég á þó svart gloss frá Mac (Blackware glimmerglass) sem ég á til að bera yfir varalitinn til að hafa þær sérstaklega dökkar (eins og á mynd)
Hár:
Eins og sést hér að neðan, krulla og greiða úr svo úr verði klassískt 50´s lúkk, eða hrista allt, túpera og hafa villt!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.