Nafn: Anna Sigríður Bergmann Helgadóttir
Aldur: 20 ára í nóvember
Stjörnumerki: Bogamaður
Önnu kynntist ég fyrir nokkrum árum, hún þá 17 ára. Ég tók strax eftir hve þroskaður stíll hennar var en hann hefur haldist og þróast á skemmtilegan máta.
Í vor útskrifaðist hún sem stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og í haust mun hún svo flytja til London til að taka námskeið í London College of Fashion sem ber heitið Introduction to Fashion Marketing. Í framhaldinu langar henni svo að læra Fashion Marketing. Að búa erlendis hefur alltaf verið hluti af hennar framtíðarplönum en hún heillast verulega af erlendri menningu.
Ásamt því að heillast af framandi menningu og tískuheimum hefur hún gaman af matargerð og eyðir einnig miklum tíma á Ebay.
Hvað er tíska fyrir þér? Tíska fyrir mér er öflugt listform sem hver og einn getur nýtt sér til að tjáð sig á sinn hátt.
Hvert sækirðu þér innblástur? Ég sæki innblástur alls staðar í kringum mig. Ég er dugleg að skoða erlendar síður og búðir. Margir vinir mínir hafa góðan fatasmekk og ég fæ oft hugmyndir út frá þeirra smekk. Annars fer ég oftast í föt sem mér þykir þægileg og líður vel í.
Hver er uppáhalds flíkin? Ég á mjög erfitt með að nefna eina uppáhalds flík en í augnablikinu nota ég mikið tvenn skópör. Vans sk8-hi og rauða Nike Hurache. Svo er ég algjör yfirhafna fíkill og elska alla jakkana mína, m.a. leðurjakkann minn frá All Saints, alla þrjá rússkinsjakkana mína og over-sized bomber jakkana mína.
Hvað þurfum við allar að eiga inn í fataskáp? Flotta sneakers sem er hægt að nota við allt og yfirhafnir við öll tilefni.
Uppáhalds snyrtivaran í dag? Prep+prime pennann í litnum radiant rose frá Mac, Pro longwear hyljarinn frá Mac, Paintpot í litnum groundwork frá Mac, svo er ég nýbúin að kaupa varalitinn Verve frá Mac sem er í miklu uppáhaldi eins og er.
Hvernig hugsarðu um húð og hár? Ég hugsa rosalega vel um húðina mína, þríf hana alltaf tvisvar á dag og skrúbba hana alltaf þegar ég fer í sturtu með skrúbb frá Neutrogena. Ég mála mig lítið sem ekkert og ég hugsa að það hafi mikið að segja.
Hvaða snyrtivöru kaupirðu aftur og aftur? Rakakremið mitt frá Netrogena, hyljarann minn frá Mac, maskarann frá Lancome, Prep+prime pennann og Blot powder frá Mac.
Galdurinn að góðu útliti? Mér finnst mjög mikilvægt að hugsa vel um húðina, þrífa hana vel og vera mjög meðvituð um hvað hentar henni best þegar kemur að snyrtivörum og kremum. Hreyfing og góð hvíld skiptir líka höfuðmáli.
Uppáhalds tísku-icon og tískutímabil? Ég lít mikið upp til Zoë Isabella Kravitz, Mimi Elashiry og Rihanna enda eru þær allar mjög djarfar, með sérstakan stíl og fara allar sína eigin leið. Ég á ekkert eitt uppáhalds tískutímabil heldur finnst mér öll tímabilin vera flott á sinn hátt. 70’s og 90’s tískan heillar at the moment.
Eitthvað að lokum? Ég reyni að lifa við það mottó að vera ég sjálf í einu og öllu, líka þegar kemur að klæðnaði. Klæðumst því sem okkur þykir þægilegt.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.