Í tískuheiminum fyrirfinnast mikið af sérkennilegum týpum.
Fáir ná þó að toppa André Leon Talley enda myndi það reynast hálfgert maus: Talley er 1.98 cm að hæð og vegur um 200 kg
Þar að auki klæðist hann afar litríkum klæðnaði og vafalaust mætti setja á hann hljóðkút, svo hátt talar hann og hlær miklum hrossahlátri. Þessi skemmtilegi karkater hefur sett sitt mark á tískuheiminn í nær 30 ár með vinnu sinni hjá bandaríska tímaritinu Vogue. Þar hefur hann unnið með öllum sem teljast merkilegir, en hann hefur einnig verið duglegur að finna unga og upprennandi einstaklinga og leiðbeina þeim til frægðar og frama. André Leon Talley hefur unnið m.a mikið með hönnuðum á borð við Marc Jacobs, Tom Ford og Karl Lagerfeld, en André og Karl eru hinir mestu mátar -eflaust afar sérkennileg en skemmtileg matarboð hjá þeim vinahóp.
André Leon Talley er fæddur árið 1949 í Norður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum. Hann er ekki kominn af vel efnuðu fólki en amma hans, sem ól André upp, einsetti sér að drenginn skorti ekkert og vann því baki brotnu við að afla tekna, m.a. við skúringar á nóttunni. Mánaðarlega þegar laun voru greidd fór André Leon ásamt ömmu sinni í fínustu verslanirnar og þar keypti hún á hann t.d silkináttföt frá Christian Dior. Hún vildi að André Leon upplifði lúxus og þar af leiðandi myndi hann læra það að með mikilli vinnu væri hægt að njóta lífsins. Þennan hugsunarhátt virðist Talley hafa tileinkað sér því hann sést aldrei án þess að vera sveipaður lúxusklæðum.
André Leon er með meistarapróf í frönsku frá Brown háskóla en hann dvelur mikið í París vegna vinnu sinnar. Aðspurður um þessi miklu ferðalög á milli New York og Parísar sagði tískuspekingurinn að hann myndi ,,aldrei skapa neitt fallegt” ef hann sæti innilokaður á skrifstofu allan daginn.
(Innskot: Pistlahöfundur tekur undir þessa hugmyndafræði og býðst hér með til að skrifa alla sína pjatt-pistla frá kokteilabar í París).
Hér að neðan má sjá brot úr heimildarmyndinni The September Issue sem sýnir hvernig stærsta tölublað ársins hjá Vogue er undibúið og gefur innsýn í þá gríðarlega miklu vinnu sem er á bakvið þessa ,,Biblíu tískunnar”.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=esSJR57mKlc[/youtube]André Leon Talley fer á kostum á tennisæfingu með demanta-íþrótta úrið sitt og Fiji-vatn í Louis Vuitton töskum.
Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue og góð vinkona skikkaði tískuruminn sjálfann til að fara í megrun fyrir nokkrum árum því hún óttaðist að hann fengi hjartaáfall. Hann tók upp á því að æfa tennis til að halda sér í formi og tekur íþróttina alla leið. Orðið íþróttafatnaður fær á sig nýja merkingu þökk sé honum.
Frábærlega fyndin og góð týpa sem er sjálfum sér samkvæmur og lætur ekki tískuheiminn hrella sig þó hann stingi örlítið úr stúf.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.