Ekki voru allir á eitt sáttir með nýju ‘couture’ línuna frá Jean Paul Gaultier. Það var þó fjölskylda söngkonunnar Amy Winehouse sem var allra ósáttust með línuna en söngkonan lést á seinasta ári…
…Ástæðan fyrir því að fjölskyldan og fleiri voru ekki ánægðir með Gaultier er sú að hann notaði Amy Winehouse sem innblástur þegar hann sýndi þessa nýju hátískulínu. Fyrirsæturnar voru farðaðar í anda Amy Winehouse og þær höfðu einnig hárkollur sem minntu mikið á hár Winehouse.
Á meðan sumum finnst þetta óviðeigandi þá finnst öðrum þetta bara vera ákveðið ‘tribute’ til söngkonunnar látnu. Persónulega þykir mér þetta nokkuð smekklega gert en skil svo sem fjölskyldu Winehouse líka.
Hér fyrir neðan má svo sjá hárið og förðunina …
Myndir fengnar að láni frá Style.com.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.