Köflótt er svo sannarlega stærsta trend haustsins. Ég er alveg kolfallin fyrir öllu köflóttu.
Moschino var sérstaklega áberandi á tískupöllunum og tók trendið skrefi lengra. Búðir á viðráðanlegu verði hafa svo gert okkur lífið auðveldara með ódýrari útgáfum. Sjálf er ég algjörlega búin að missa mig í gleðinni og búin að splæsa í aðeins of margar köflóttar flíkur. En mynstrið er klassískt og fallegt svo það gerir ekkert til!
Jakkar, kjólar, skyrtur, pils, treflar og kápur… ALLT KÖFLÓTT!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.