Þegar ég hugsa um tísku frá stjötta og sjöunda áratugnum þá sé ég alltaf fyrir mér dress sem eru ein heild. Sem dæmi; pilsið í stíl við jakkann eða kjóllinn í stíl við kápuna og helst mátti ekkert bregða út af, allt átti að vera í stíl…
…Þá voru konur frekar að kaupa sér heil ‘átfit’ í einu og allt var útpælt fyrirfram. Hanskar í stíl við hattinn og taskan í stíl við jakkann. Það er eitthvað minna um þetta núna í dag, í mesta lagi vill fólk hafa töskuna í stíl við skóna eða ekki einu sinni það. Stelpur kaupa sér frekar einstakar flíkur og blanda þeim svo saman á mismunandi hátt og reyna þannig að nýta það sem til er í fataskápnum.
En eftir að hafa verið að dunda mér við að skoða Resort 2012 myndir frá helstu hönnuðunum þá tók ég eftir því að það var nokkuð mikið um dress þar sem tvær flíkur (eða fleiri) voru í sama lit eða úr sama efni. Mér finnst þetta trend bara ótrúlega flott oft á tíðum, svo lengi sem það er ekki of mikill dragtar fílingur í þessu.
[poll id=”31″]Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.