Eins og frægt er orðið er nýjasta samstarf H&M við fatahönnuðinn Alexander Wang. Það styttist í að línan verði fáanleg í verslunum en í kvöld mun hún verða frumsýnd með pomp og pragt í New York borg.
Rihanna fékk það hlutverk á tískuvikunni að frumsýna eitt af dressum línunnar.
Í dag hafa tískufréttasíður keppst við að birta lookbook samstarfsins í heild sinni. Hér sjáið þig megnið af kvenlínunni:
Þann 6. nóvember nk. mun línan verða fáanleg í völdum verslunum H&M. Ég treysti því að Barcelona verði ekki undanskilin svo ég geti hugsanlega nælt mér í eins og eina flík úr línunni. Eftirtaldar flíkur gæti ég vel hugsað mér:
Tískusýningin fer fram í kvöld í New York kl. 20:15 að staðartíma. Fyrir þá sem vilja fylgjast með henni verður hún sýnd live hér.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com