Alexander Wang hefur verið ráðin nýr yfirhönnuður eða listrænn stjórnandi hjá Balenciaga en hann tekur við kyndlinum af Nicolas Ghesquière sem hefur starfað hjá Balenciaga í fimmtán ár.
Síðustu misseri hefur verið uppi orðrómur um þetta í tískubransanum og aðrir hafa verið bendlaðir við starfið. Meðal annars hinn breski Christopher Kane eftir að hann sagði skilið við Versus, Versace en upplýsingafulltrúi hans vísaði því alveg frá. Það var svo tískudívan Cathy Horyn sem bloggaði um að Wang myndi taka við stöðunni og þetta stendur heima þó fréttatilkynning komi ekki frá Balenciaga fyrr en síðar í þessari viku.
Alexander Wang er aðeins 28 ára en hefur slegið rækilega í gegn á síðustu árum. Það eru bara fimm ár frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið með rtw línu en æ síðan hefur tískuheimurinn staðið á tánum af eftirvæntingu eftir nýjustu línum þessa unga manns.
Eftirvæntingin er ekki minni núna en hann á eflaust eftir að koma með eitthvað gott fyrir lúxusmerkið Balenciaga sem hefur meðal annars getið sér gott orð fyrir dýrðlegar töskur.
Margir reikna með að Wang muni höfða til yngri hóps og um leið fleiri kaupenda en Baleciaga hefur hingað til verið mikil lúxus/elítu vara.
Hér er brot af vorlínu hans 2012 – Wang fékk snillingaparið í Die Antwoord til aðstoðar í myndbandinu…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=NL-UW1Q5o9Q[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.