Fatahönnuðir hafa ósjaldan sótt áhrif til tísku austurlanda fjær og vorið 2011 er engin undantekning.
Mynstur, snið og litir frá Kína, Japan og Indlandi voru áberandi á tískupöllunum fyrir vor og sumar auk ríkulegra efna eins og silkis.
Meðal þess sem var sérlega skemmtilegt voru leðurbuxur og vesti í austurlenskum stíl frá Haider Ackerman, falleg silkiþrykk hjá Dries Van Noten og kínversk og japönsk mynstur og kimono-snið hjá fjölmörgum ungum hönnuðum.
Sæktu þér innblástur fyrir vorið með því að fjárfesta í víðum, stuttum buxum, kimono sloppum og silkikjólum.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.