Oftast er það fólkið í kringum okkur, sem gefur okkur mesta innblásturinn þegar kemur að klæðnaði. Fólk með fallegan, persónulegan og áhugaverðan stíl.
Sjálf heillast ég mest af einfaldleika þegar kemur að klæðnaði. Ég elska klæðnað sem er einfaldur en samt sem áður áhugaverður. Mér finnst ekkert meira óheillandi en þegar öllum tískustraumum er blandað saman og útkoman verður of ”try hard”.
Hér koma nokkrar fallegar street-style myndir þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi:
Oft er minna einfaldlega meira!
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com