Þó að það sé enn þá sumar í minni bók (aðallega eftir alla sólina síðustu daga) þá er ég samt sem áður byrjuð að spögulera í haustinu og hvað væri sniðugt að eignast í fataskápinn…
…Hér er smá haustlegur óskalisti sem heldur á manni hita:
- Grófir og þægilegir platform skór: Snilld ef maður vill vera pæja í rigningu og kulda. Platform skór yfir þykka sokka og þú ert reddí.
- Stutt sixties-leg pils: Og bara allt í 60’s stíl. Stutt pils við svartar þekjandi sokkabuxur í kuldanum, já takk!
- Karrýgular flíkur og aukahlutir: Guli liturinn verður klárlega áfram áberandi með haustinu. Töskur, sokkabuxur, peysur og svo eitthvað sé nefnt í karrýgulum lit.
- Stór og áberandi hálsmen: Gerir svo mikið fyrir annars ‘boring’ dress.
- Þykkir og stórir hattar: Svo ótrúlega flott en líka sniðugt í rigningu og kulda (kannski ekki roki). Svoleiðis hattar fást t.d í Spútnik og Rauðakrossbúðinni.
- Hlýjar og stórar prjónapeysur: Víðar gróf-prjónaðar peysur við flottar gallabuxur. Bæði hlýtt og mega smart.
- ‘Snood’ treflar eða hring-treflar: Treflar sem að þú vefur tvisvar um hálsinn eru sjúklega flottir. Svo er minnsta málið að prjóna svoleiðis sjálfur.
- ‘Clutches’ eða litlar töskur með engu bandi: Svo þægilegt að vera með litla tösku. Þessar töskur líta nánast út eins og stór seðlaveski.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.