Kate Middleton hefur tökin á tískuheiminum ef marka má nýjustu fréttir frá London.
Nú hefur hún komið húðlitum sokkabuxum aftur á kortið en slíkar hafa ekki notið neinna vinsælda síðustu tuttugu árin hjá ungum konum.
En þetta breyttist þó allt eftir brúðkaup þeirra Kate og Vilhjálms í apríl s.l. Sala á nude, eða húðlitum sokkabuxum hefur stóraukist. Debenhams sendu frá sér upplýsingar þess efnis að sala á húðlitum sokkabuxum hefði aukist um 65% frá því að brúðkaupið var haldið! 65%… það er ekkert smáræði. Marks & Spencer keðjan segir söluna hafa aukist um þriðjung frá síðasta ári og eftir að Kate túraði um Kanada og Bandaríkin jókst sala á slíkum sokkabuxum í takt við þá staði sem hún kom við á.
En hvað finnst okkur?
Jú, líklegast er þetta kærkomið á samþykkta listann í tískuheiminum. Að vera í flottum húðlitum sokkabuxum við t.d. stutta kjóla, stutt pils eða stuttbuxur gerir leggina laglega og lýtalausa. Appelsínuhúðin, berar æðar og marblettir hverfa og fótleggurinn fær á sig jafna og fallega áferð. Engin rauð hné eða bláar æðar.
Fyrir utan það gefur það ákveðna ‘öryggistilfinningu’ að vera í sokkabuxum. Þú vilt ekki að kjóllinn fjúki upp þannig að sjáist í bert og einhvernveginn er það mjög dannað að vera í svona sokkabuxum.
Oroblu og fleiri framleiðendur eru með flott úrval af húðlitum sokkabuxum, bæði með og án aðhaldsþrengingar og misþykkar. Reyndu að finna þær sem passa þínum húðlit best og prófaðu svo að fara í þær næst þegar þú skellir þér í stuttan kjól eða sokkabuxur. Þú verður bara prinsessulegri.
[poll id=”33″]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.