Á mánudaginn var fór ég á bissnessfund þar sem var verið að tala um viðskipti, tölur, reikningsformúlur og fleira skemmtilegt en konan sem hélt fundinn var með aðgangskort um hálsinn, svona eins og gengur í fyrirtækjum sem eru með lokaðar og læstar dyr á milli hæða og herbergja.
Mér hefur aldrei fundist neitt sérstaklega smart að sjá starfsfólk í fínu flottu dröktunum sínum með nælonband um hálsinn t.d. rautt, appelsínugult eða grænt, algjörlega í skjön við outfittið.
Þessi kona var aftur á móti algjörlega með það!
Hún var með þessa rosalega smart bling bling hálsfesti utan um aðgangskortið í staðinn fyrir þetta nælondrasl. Jiddúa mía ég er nú ekki alveg þessi bling bling pæja, en svona festi varð ég að fá mér!
Eftir fundinn arkaði ég að skvísunni, ekki til að spyrja hana um næstu stýrivexti Seðlabankans, heldur hvar í ósköpunum hún hafi fengið svona fallegt fallegt bling.
Haldiði ekki að hún hafi bara gert þetta sjálf! Keypti kúlur og festi, auka festingu til að halda kortinu og úr því varð þetta OSOM hálsfesti.
Nú geng ég um í vinnunni með nýja blingið um hálsinn algjör pæja og tíma nælonaðgangskortanna er lokið.. GUÐ SÉ LOF!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.