Voruði farin að sakna 90’s tískunnar? Þá meina ég buffaló skónna, mellubandanna, tyggjótattooannaanna og svo framvegis. Engar áhyggjur, þetta er allt saman fáanlegt aftur!
Sumt hefur að vísu náð betra flugi en annað. Skoðum aðeins tískuna þá og nú:
Buffaló skór
Þeir eru komnir í verslanir! Netverslunin asos.com er með þessa svörtu og hvítu buffaló skó til sölu fyrir litlar 33.000 kr.
Choker hálsmen
Sama verslun, asos.com, selur melluböndin frægu. Ó hvað ég man hvað mér fannst ég mikil skvísa með þetta um hálsin. Ef þið viljið fjárfesta í slíkum finnið þið þau meðal annars hér.
Fake tattooin
Í “gamla daga” voru það reyndar tattoo úr 10 kr. tyggjóunum sem maður skreytti sig með. Nú eru þau mun fallegri. Beyoncé sást með slík á dögunum og ég sagði ykkur frá slíkum frá Gyðju Collection hér.
Fléttur
Þessar mörgu litlu. Beyoncé skartaði slíkum í sumar en þrátt fyrir það virðist þetta ekki hafa náð neinum vinsældum aftur… ekki enn.
Smekkbuxurnar
Eftir dágóða pásu hafa smekkbuxurnar skotið upp kollinum aftur. Sagði ykkur frá þessu væntanlega trendi fyrir ári síðan hér.
Magabolir
Magabolirnir hafa verið nokkuð áberandi í sumar. Ágætis hvatning fyrir okkur að næla okkur í stælta maga er það ekki bara?
Adidas og New Balance strigaskórnir
Stigaskórnir voru vinsælir á níunda áratugnum og við fögnum því kombakki. Enginn með þreytta fætur! Adidas og New Balance strigaskórnir eru vinsælir nú líkt og þá.
Næst eru það bara vöfflur í hárið, ofurvíðar gallabuxur og gúmmíarmböndin á hendurnar!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com