“Tíminn líður hratt á gervihnattaöld” sögn ICY flokkurinn í Eurovision árið 1986 þegar brjáluð túbering, klikkaðir litir, líter af hárlakki og allskonar gleði náði hámarki.
Í dag þykir margt af þessu algjört nó nó.
Margir skoða myndir af sér og spá hvað í déskollanum þeir hafi verið að hugsa en mörg tískutrend koma og fara og tískan fer oftast í hringi.
Þó vona ég svo sannarlega að sumt komi alls alls ekki aftur, ég meina mun klikkað perm vera heitt aftur? Nei ég vona að mjúku og fallegu krullurnar haldi sér áfram.
Hér að neðan er myndasafn af 25 flíkum og hlutum sem koma vonandi aldrei aftur í tísku.
__________________________________________________
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig