Það kemur fyrir okkur allar að “vita ekkert í hvað við eigum að fara” þegar dagurinn er að byrja…
Við erum komnar með leið á öllum fötunum okkar og dettur ekki nein flott samsetning í hug. Hér eru nokkar góðar sem við fundum á Pinterest.
Af því það er enn frekar kalt úti erum við með peysur, gallabuxur og stígvél en af því sumarið nálgast hratt má líka sjá stuttbuxur, sandala og hæla.
Vonandi sérðu eitthvað í þessu galleríi sem þér líkar og gefur þér jafnvel hugmynd að því í hverju þú ætlar að vera í dag eða á morgun.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.