Eins og flestir landsmenn lifna ég öll við þegar tekur að vora. Þá finnst mér ekki leiðinlegt að taka fagnandi á móti þessum besta tíma ársins með skókaupum.
Það er svo skemmtilegt að kaupa sér skó fyrir vor- og sumartímann. Það er hægt að leika sér með liti, munstur og hafa möguleikann á að leyfa lökkuðum tásum að njóta sínu í opnum skóm.
Lausar uppbrettar gallabuxur eða þröngar kvartbuxur finnst mér mjög flottar við sumarlega skó, hæla sem og flatbotna. Tískumerkið Miista finnst mér einstaklega skemmtilegt þegar kemur að skóhönnun (sjá hér) og hér eru svo 12 hugmyndir að fallegum sumarkjólum.
15 hugmyndir að vor- og sumarskófatnaði má sjá í meðfylgjandi galleríi.

Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.