#15 Svartur brjóstahaldari með púðum
Þið vitið þessi sem passar alveg fullkomlega og lætur brjóstin vera nákvæmlega á þeim stað sem þú vilt. Gera gæfumuninn innan undir blússur, boli og kjóla.
#14 Leðurjakki
Aðsniðinn, stuttur með rennilásum, passar við allt og gerir hversdaglegasta eða væmnasta klæðnað töff!
#13 Gallabuxur
Þarfnast ekki útskýringar, gallabuxur er klassísk flík sem klæðir alla, mikilvægt er þó að þær passi, ekki er fallegt að vera í of þröngum eða lágum gallabuxum, það er ekki flott þegar magaspikið gúlpast yfir buxnastrenginn eða ef þær eru svo óþægilegar að ekki er hægt að setjast í þeim nema draga inn andann. Að vera í víðum gallabuxum af kærastanum þínum er inn i dag, sitt sýnist hverjum í þeim efnum.
#12 Litli svarti kjólinn
Bretar kalla hann LBD “Little black dress” og allar breskar konur vita að þær þurfa að eiga einn sem passar við öll tilefni og draga fram það besta í þínum vexti, stuttur ef þú vilt sýna leggina, fleginn með V hálsmáli ef þú vilt sýna skoru og lengja hálsinn,. Reglan er að kjóll á aldrei að vera bæði stuttur og fleginn, veldu annað hvort 😉
#11 Gaddar
Já þeir eru víst enn heitir, en ekki yfirþyrmandi áberandi miklir gaddar, bara svona nettir gaddar á smekklegri flík eða fylgihlut, rétt til að setja punktinn yfir i-ið.
#10 “Converse” strigaskór
Þessir klassísku skór sem hafa verið inn og útúr tísku í 50 ár eru “inni” núna, í öllum litum mynstrum og gerðum, háir og lágir, fake eða ekta. Þægilegir skór við hvað sem er.
#9 Bréfa-taska (Clutch)
Bréfa töskur í af stærri gerðinni eru afskaplega hentugar undir ipadinn, símann og veskið. Allir litir ganga, neon, sterkir litir, pastellitir, metalllitir og svart..
#8 Mynstraðar eða skærlitar útvíðar buxur
Já það er ekki djók, uppháar útvíðar buxur eru málið, við íburðarlitla boli og blússur og hælaskó, það er skylda að vera í hælaskóm til að þær njóti sín.
#7 Stuttermabolir
Stuttermabolir í rétta sniðinu fyrir þig. myndi forðast þykka bómull og kassalaga snið nema þú sért mjö eins og spýta. Í dag er hægt að fá dásamlega þunna og aðsniðna stuttermaboli sem klæða kvenlegan vöxt. Töff við leðurbuxur eða gallabuxur.
#6 Dýramynstur
Hlébarða-zebra eða tígrisdýramynstur, það er inni, á öllum flíkum og fylgihlutum, þó ekki á öllu sem þú klæðist í einu.
#5 Taskan
“The It bag”, þessi sem er ómissandi undir allt dótið þitt og þú getur ekki skilið við þig.
#4 Þykkir hælar
Pinnahælar eru dottnir út og breiðir hælar eða fylltir hælar eru málið í dag. kærkomin þægindi fyrir fætur sem hafa þurft að þola pinnahæla of lengi og svo miklu meira töff.
#3 Flatbotna skór
“Loafers” eru þessir sem gömlu konurnar hafa klæðst í gegnum síðustu ártíðundin. Þó manni hafi fundist Hyacinth Bucket sú kerlingarlegasta og hallærislegasta manneskja sem fyrirfannst þá eru þessir skór komnir í tísku, svo lúðalegir að þeir eru töff.
#2 Stórir klútar
Fallegir stórir klútar í öllum mynstrum og litum eru yndislegir til að vefja sig í í haust. Aðalmálið er að þeir eru þægilegir úr góðum efnum.
#1 Tvíhneppt kápa
Tvíhepptar kápur með eða án beltis í mittið, síðar eða stuttar,, gjarna úr ullarefni en einnig úr þynnra vatnsheldu efni er nauðsynleg í fataskáp hverrar konu. Snið í anda sjötta áratugarins koma sterk inn.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.