Nú er vorið búið að stimpla sig inn og þess vegna ekkert því til fyrirstöðu að huga að sumarklæðnaðinum. Inn í geymslu með flestar kósýpeysur og krossa fingur um að þetta sumar verði eintóm sólarsæla.
Þegar þessi tími gengur í garð finnst mér gaman að klæðast skemmtilegum flíkum og þar á meðal kjólum; litríkum og eða munstruðum. Að klæðast kjól þarf ekki að vera einhæft. Yfir suma kjóla er hægt að klæðast gallajakka, blazer, þunnri gollu eða leðurjakka. Síðan er hægt að breyta stemmningunni með því að velja ákveðna gerð af sokkabuxum eða vera berleggjuð.
Líkt og á við annan fatnað setja skór algjörlega tóninn, ég klæði mig t.d. alltaf eftir því í hvernig skóm ég ætla að ganga í þann daginn. Við kjóla ganga hælar yfirleitt upp en stundum eru flatbotna skór flottir við kjól eða jafnvel strigaskór.
Nú er bara um að gera að setja Chet Baker á fóninn, kíkja á netið og fá innblástur að litum, munstrum og sniðum á þessum fallega mánudegi.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.