Þuríður Ragna Jóhannesdóttir (Debba) stílisti var að stofna Sow Icelandic Creation ásamt vinkonu sinni Árnýju Björku.
Þær vinkonur leggja upp úr endurnýtingu og umhverfisvænum aðferðum og hófu nýverið samstarf við Rauða Kross Íslands um nýtingu á varningi frá þeim. Í dag og kvöld, 12.12.12 verða þær með viðburð þar sem margir af ferskustu tónlistar- og tískuhönnuðum landsins munu spila og sýna hönnun sína í bland við útvaldar flíkur frá Rauða krossinum. Lestu meira um það HÉR.
Debba er tveggja barna móðir, býr í vesturbænum og að eigin sögn alveg týpísk ljónynja .
Hvað er tíska fyrir þér? Fyrir mér er tíska list, hvernig þú grípur nýja strauma, blandar þeim við eitthvað gamalt og þinn persónlulega stíl. Götutíska hefur heillað mig frá því ég man eftir mér og að horfa á fólk labba framhjá kaffihúsaglugganum allskonar týpur í allskonar outfittum veitr mér nokkurskonar hugarró Sama á við um tískusýningar, þær veita mér svipaða gleði og leikhús.
Hvaða hönnuðir eru í eftirlæti hjá þér? Ég á mér marga eftirlætis hönnuði, en ætli Alexander McQeen og hans teymi standi ekki uppúr eins með Vivenne Westwood. Svo eigum við marga skemmtilega hönnuði hérna á Íslandi og ég vil helst ekki gera upp á milli þeirra.
Hvar kaupirðu helst föt? Það fer svoldið mikið eftir buddunni en hér heima finnst gaman að safna mér fyrir fallegum flíkum og versla í Kron Kron og GK. Annars kaupi ég mest allt í Top Shop, Lakkalakk, Gyllta kettinum, vintagebúðunum Rokki og Rósum, Nostalgíu og Spútnik.
Uppáhalds flíkin núna? Appelsínugulur kjóll sem ég keypti mér í GK á airwaves helginni, væri til í að fara í honum út um hverja helgi!
Must have í fataskápinn? Það er klárlega svartur hlýrabolur, helst 2 saman, casual gallabuxur, flottar leggings, glansandi eða í allskyns munstrum,og nóg af fylgihlutum til að brydda upp á þetta allt saman… og svo leðurjakki og pels. (ekta eða óekta)
Mesta persónulega fashion fail hjá þér? Mesta fashion fail mitt ever er tattooið mitt sem passaði svo vel við mjaðmabuxurnar og þær jafnvel í leiðinni… Annars tók maður nokkur hliðarspor sem eru gleymd eða lokuð… best að vera ekkert að muna svoleiðis of vel 🙂
Hvaða trend finnst þér flottast nú í haust? Er að elska allan þennan fjölbreytileika en er að finna fyrir einhverjum hippa tendensum í mér þessa dagana og slatti af 60s -70s fíling.
Uppáhalds snyrtivaran í dag? Það er án efa Estee Lauder DayWear kremið mitt sem frískar meira að segja uppá mánudagana, gæti ekki án þess verið eftir að ég kynntist því, sérstaklega núna yfir vetratíman.
Hvaða snyrtivöru kaupirðu aftur og aftur? Bólufelara og svartan blýant og Mac sólarpúður, algjört must að eiga það alltaf!!!
Galdurinn að góðu útliti? Nr. 1 er útgeislun, og hún kemur þegar maður hugsar vel um sjálfan sig, drekkur nógu mikið vatn og af og til smá rauðvín..
Uppáhalds tísku Icon? Þau eru og hafa alltaf verið Kate Moss, Anita Pallenberg og ég heillaðist af bókinni Dýragarðsbörnunum og verð að nefna Christinu F sem aðal pönkara 80s tímabilsins.
Versta tímabil tískusögunnar? Túberingar og villtar augabrúnir 80s tímabilsins og það allraversta er skinkutímabilið sem ég vona að fari að verða útdautt… semilíusteinar í eyrum, á hálsi og í kjól finnst mér eitthvað sem á að vera á barbie og hvergi annars staðar.
En besta? Besta tímabil sögunnar er 50s, 60s og 70s er yfir mig heilluð af konum þeirra tíma og hvernig þær klæddu sig alveg frá því að vera flottar og fágaðar og til þess að vera svaka hippar.
Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Væri til í einhverja flotta merkja tösku, annars er ég ekki vön stórum gjöfum og vil frekar gefa börnunum mín eitthvað fallegt og skemmtilegt því það gleður mig orðið mikið meira að sjá þau opna pakkana sína og gleðjast.
Endilega kíkið á spennandi viðburð 12.12.12, hér má finna hann á facebook!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.