Höfum í huga að það eru aðeins um 100 ár síðan við íslendingar stigum út úr torfkofanum og að við eigum margt ólært í menningu og stíl en eitt af því sem við íslensku konurnar megum læra af stöllum okkar í Frakklandi, er hvernig má vera ‘chic!
Hér munu koma 10 ráð til að verða ´chic! En fyrst skoðum við hvað það þýðir að vera chic?
Orðið Chic má rekja til Frakklands um 1856 og er sennilega þýðing af þýska orðinu „schick“ sem þýðir kunnátta, hæfni, glæsileiki og fágun. Chic kona er sú sem er stílhrein og fáguð í bæði hegðun og útliti.
Það er visst „je ne sais quoi“ sem chic konur hafa, einhvern einstakan persónulegan stíl og nærveru sem ekki öllum er gefið, lykillinn að því að vera chic er nefnilega að reyna ekki of mikið að vera það, því fylgir nefnilega visst ómissandi „kæruleysi“ að vera í alvöru chic!
Þekktustu chic konur sem við þekkjum eru Coco Chanel, Audrey Hepburn, Simone de Beauvoir, Jane Birkin, Brigitte Bardot, Díana prinsessa, Jacqueline Kennedy, Cate Blanchett, Kate Moss, Carla Bruni, Audrey Tatou, Emmanuelle Alt, Marion Cotillard, Catherine Deneuve, Carine Roitfeld og nýjasta tískuyndið Lou Doillon, dóttir Jane Birkin.
“Simplicity is the keynote of all true elegance.”
-Coco Chanel
Hegðun
- Kurteis og vingjarnleg, fáguð án þess að vera yfirgangssöm eða of áberandi.
- Klár með góðan húmor, raunverulega lífsglöð og kann að njóta lífsins.
- Hefur notalega nærveru og er sjálfsörugg með heilbrigða sjálfsmynd á auðmjúkan máta.
Útlit
- Chic kona er ávallt fáguð og aðlaðandi í útliti.
- Hún er hrein, smart og vel snyrt.
- Fatnaðurinn er einfaldur, hóflegur, vel sniðinn og stílhreinn.
“Fashion changes, but style endures.”
― Coco Chanel
Að vera „chic“ er lífsmáti!
Það snýst ekki eingöngu um klæðnað og útlit heldur heilbrigði, gildi og framkomu. Spurðu þig hvort þú sért tilbúin að breyta venjum þínum til að verða meira chic?
- Velur þú óhollan skyndibita framyfir hollari heimatilbúinn mat?
- Eyðir þú kvöldum þínum eins og hrúga fyrir framan sjónvarpið eða ertu að sinna áhugamálum þínum?
- Ert þú í sambandi með manni sem kemur fram við þig af virðingu og vinsemd eða manni sem kemur illa fram?
Ef þessi atriði eiga við þig en þú ert til í að breyta þá koma hér 10 einföld ráð sem munu án efa einnig fá þig til að njóta lífsins betur, sinna áhugamálum, efla sjálfsmynd þína, styrkja vináttusambönd og á sama tíma ertu kæruleysislega fáguð og smart.
Ekki reyna um of!
1. Hárið
Við skulum byrja auðveldri breytingu. Fáguð hárgreiðsla er einföld, lykilatriðið er að vera alltaf með hreint hár og vel snyrt.
Sítt hár: Ef þú ert með sítt hár þá er auðvelt að setja það í hnúð, tagl eða hafa það slegið án þess að það sé allt strítt (frissy) með réttum hárvörum og blása það meðan þú greiðir með stórum bursta þangað til það er nánast alveg þurrt (það er náttúrulegra ef þú leyfir smá raka að vera eftir og þorna).
Greiðsla: Hér er mikilvægt að „reyna ekki um of“, það er óþarfi að slétta hárið þangað til öll náttúra er úr því farið eða krulla það allt með þartilgerðu veseni, hársprey og gel á að nota mjög sparlega, hárið þitt á að vera þannig að aðrir vilji koma við það, ekki að það forðist það af hræðslu við að klístrast við það. (myndin sýnir OF-reynslu)
Stutt hár: hér erum við að tala um „the bob“, fallegar stuttar hárgreiðslur eða axlasídd, ekki miklar „styttur“ eða strýtur, þungur toppur ef einhver, (sjá mynd).
Hárlitun: Hér ber að fara með gát og helst að vera með sinn náttúrulega lit eða nálægt því, eiturefni í hárlit þurrka upp og eyðileggja hár,reynið frekar að velja eiturefnalausa hárliti. Það þarf að passa að velja lit sem klæðir þig og er ekki of „klikkaður“ Heillitun er fágaðri en strípur en ef þú velur strípur eiga þær að vera það fínlegar að ekki sést að þú sért með strípur, við viljum ekki röndótt hár!
Látlausar, fágaðar og áreynslulausar greiðslur eru málið:
Hér er of mikið verið að reyna, of stíliserað eða klippingar einfaldlega ekki smart:
Í komandi pistlum mun ég svo skoða fleiri leiðir til að ná þessari frönsku fágun. Au revoir!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.