Um daginn eignaðist ég nýjan iPhone 4s og auðvitað vildi ég gott hulstur utan um gripinn. Það sér fljótt á iPhone símanum þínum ef þú kaupir þér ekki eitthvað utan um hann og með svona dýra gripi vill maður helst ekki taka sénsinn á að þeir skemmist.
Þetta er jú síminn, myndavélin, dagbókin og allt hitt.
Þar sem mér fannst frekar fátt um fína drætti í íslenskum verslunum fór ég í leiðangur á netinu og endaði á því að kaupa mér mjög fínt hulstur í vefversluninni Zappos. Þar er geysilega gott úrval af allskonar vöru og fagurkerar fá þar flestir eitthvað fyrir sig á mun betra verði en við eigum að venjast hérlendis.
Til dæmis er hægt að kaupa hönnun frá Marc Jacobs, Michael Kors, Tom Ford, Miu Miu ofl á nokkuð fínu verði. Sniðugast finnst mér að senda vöruna á heimilisfang í Bandaríkjunum og bíða þolinmóð eftir að ferðalangar komi þaðan með gripinn til mín á eyjuna. Annars er hægt að láta senda heim til Íslands beint en þá getur maður þurft að borga aukalega tolla og gjöld.
Ef þig vantar flott hulstur er tilvalið að kíka á Net a Porter eða Zappos.com og fletta í gegn með því að slá inn leitarorðið “iphone case” eða “mobile phone case“.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.