Tina Turner nýtur þess svo sannarlega að vera á áttræðisaldri, nýgift manni sem er 16 árum yngri en hún og alsæl með lífið!
Söngkonan er ásamt eiginmanninum nýbakaða í fríi á St Tropez. Þau sáust náin á leiðinni út að borða þar og Tina sýndi HNULLunginn! Úff hringurinn er sko ekkert slor enda býst maður nú ekki við öðru þegar kemur að Tinu -aðaldívunni sjálfri.
Tina er afar ástfangin og finnst dásamlegt að vera gift að eigin sögn. Drottningin var ekki í hvítum hefðbundnum kjól á brúðkaupsdaginn heldur svörtum og grænum kjól frá Armani sjálfum. Athöfnin sjálf fór fram á setrinu þeirra í Sviss og var að hætti Búddista en meðal gesta voru Oprah Winfrey og Bryan Adams.
Eiginmaður Tinu Mr.Bach (57) er tónlistarpródúsent og þau hafa verið saman í 27 ár hvorki meira né minna en ákváðu loks að láta slag standa og ganga upp að altarinu á þessu ári.

Ég held að það sé óhætt að segja að Frú Tina líti afskaplega vel út núna og hún geislar af hamingju!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig