Það er talað um að konur í dag verði yngri með hverju árinu. Þetta á sannarlega við í tilfelli bresku leikkonunnar Tinu Malone en hún fæddi barn á dögunum, fimmtug að aldri.
Litla stúlkan sem hefur fengið nafnið Flame, eða Logaglóð, kom í heiminn tveimur vikum á undan áætlun en heilsast vel.
Tina og eiginmaður hennar Paul Chase (31) hafa verið gift í þrjú ár en fyrir tæpu ári hófu þau frjósemismeðferð sem skilaði sér með góðum árangri.
Fyrst komu tvíburar en annar þeirra lést eftir nokkra mánuði og Flame litla lifði. Tina á fyrir 31 árs gamla dóttur úr fyrra sambandi og hefur fengið á sig nokkra gagnrýni fyrir að ganga með barn á þessum aldri. Hún svarar með því að það komi þetta engum við nema henni sjálfri og eiginmanni hennar: “Ég er að eignast barn með manninum sem ég elska og það er bara okkar mál,” segir hún.
Hvað finnst þér? Er rétt að ganga með og fæða barn komin á þennan aldur eða á fólk bara að gera það sem því sýnist í þessum efnum? Ræðum það á Facebook.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.